Lýsing
Falleg mánaðarspjöld sem gaman er að hafa við hlið litla krílisins í mánaðarlegri myndatöku fyrsta árið.
Stærðin er A6 (10,5 x 14,8 cm)
Hægt er að velja um 3 liti:
Bleikt, blátt & beige (drappað).
Spjöldin sýna 1 mánaða upp í 1 árs, ásamt "Halló heimur" spjaldi þar sem hægt er að skrifa fæðingardag, fæðingarþyngd og fæðingarlengd krílisins.
Öll spjöldin í settinu eru með eins "Eftirminnilegt" bakhlið þar sem hægt er að skrifa lengd og þyngd barnsins hvers mánaðar ásamt öllu því eftirminnilega sem gerðist í mánuðinum.
Þessi spjöld eru ein leið til að varðveita merkilega áfanga & dýrmætar minningar fyrsta ár krílisins.